Úthlutun úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

Kea styrkþegar 2016 Mynd: N4
Kea styrkþegar 2016 Mynd: N4

Fimmtudaginn 1. desember fór fram árleg úthlutun úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA.  Þetta er í 83. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum. Auglýst var eftir umsóknum í október síðastliðnum og bárust tæplega 160 umsóknir. 

Veittir voru 67 styrkir, samtals að fjárhæð 18 milljónum króna.

Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefni, Rannsókna- og menntastyrkir og Íþrótta- og æskulýðsstyrkir. 

Í flokknum Menningar- og samfélagsverkefni hlutu 
Kirkjukór Siglufjarðar styrk til tónleikahalds og útgáfu geisladisks.
Kvæðamannafélagið Ríma, styrk til að fjármagna útgáfu á geisladiski með íslenskum þjóðlögum. 
Snerpa, íþróttafélag fatlaðra á Siglufirði, styrk til kaupa á boccia keppnissettum.
 
Eftirtalin íþróttafélög hlutu almenna rekstrarstyrki
Blakfélag Fjallabyggðar
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar 
 
Nánari upplýsingar um úthlutun úr sjóðnum má finna á heimasíðu KEA