Uppskerutónleikar vegna Nótunnar

Þátttakendur á uppskerutónleikunum. Mynd: Fróði Brinks.
Þátttakendur á uppskerutónleikunum. Mynd: Fróði Brinks.
Uppskerutónleikar Tónskóla Fjallabyggðar voru haldnir í Menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 20. febrúar sl. Þar komu fram nemendur skólans með tónlistaratriði sem höfðu verið valin af kennurum skólans. 
Allir nemendur skólans stóðu sig frábærlega vel og voru skólanum til mikils sóma. 
Þrír dómarar voru í sal, þau Guðmundur Ólafsson, Svanfríður Halldórsdóttir og Anna María Guðlaugsdóttir og völdu þau þrjú atriði til að halda áfram keppni í Hofi 15. mars og vonandi komast síðan einhverjir frá Hofi áfram og alla leið í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 23. mars.
Þau þrjú atriði sem voru valin áfram voru;
Celina Aleksandra Borzymowska sem lék á píanó verkið, Landler eftir Fr. Schubert. 
Ronja Helgadóttir sem söng lagið Heyr mína bæn, eftir þá N.Salerna/Ó.G.Þórhalls og 
Sæunn Axelsdóttir sem lék á fiðlu verkið, Habanera úr "Carmen" eftir, Georges Bizet.


Frá tónleikunum á fimmtudaginn. (Mynd: Fróði Brinks)