Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum

Stofnaður hefur verið nýr sjóður, Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019 sem undirritaður var í febrúar sl.   Sjóðurinn er samkeppnissjóður og  tekur við hlutverki Menningarráðs Eyþings,  Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Vaxtarsamnings Norðausturlands og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna,  atvinnuþróunar og nýsköpunar  auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála.  
Í ár lítur uppbyggingasjóður sérstaklega til verkefna sem jafna stöðu kynjanna og aldurshópa á svæðinu. Auk þess hafa þær umsóknir forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða.

Á sviði menningar:
Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðarlaga eða listgreina. Sérstaklega er horft til verkefna sem eru samstarf þriggja eða fleiri aðila og tengja íbúa á Norðurlandi eystra
· Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista
· Verkefni sem fela í sér listsköpun fólks á aldrinum 18-25 ára
· Verkefni sem fela í sér samstarf við önnur lönd á sviðið menningar og lista
· Verkefni sem fela í sér samstarf við önnur lönd á sviðið menningar og lista
 
Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar:
· Verkefni sem stuðla að nýtingu auðlinda svæðisins til atvinnusköpunar
· Verkefni sem til þess eru fallin að auka fjölbreytni atvinnutækifæra
· Verkefni sem stuðla að samstarfi atvinnulífs, háskóla og þekkingarstofnana
· Verkefni sem efla nýsköpun og atvinnuþróun

Umsóknum skal skilað rafrænt til uppbyggingarsjóðs á netfangið uppbygging@eything.is  á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má hér.  Umsóknarfrestur er til og með 13. maí.  Tilkynnt verður um úthlutun í júní. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér verklagsreglur uppbyggingarsjóðs sem eru aðgengilegar hér. (pdf.skjal)

Nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra veita:
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir  menning@eything.is  sími 464 9935
Baldvin Valdimarsson baldvin@afe.is  sími 460 5701
Reinhard Reynisson reinhard@atthing.is  464 0415
Ari Páll Pálsson aripall@atthing.is  sími 464 0415
Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið uppbygging@eything.is

Uppbyggingarsjóður auglýsir viðveru menningarfulltrúa og starfsmanna atvinnuþróunarfélaganna vegna úthlutunar styrkja úr sjóðnum. Viðtalstímar  verða sem hér segir:
Akureyri               20. og 22. apríl kl. 13-15               Skrifstofu menningarfulltrúa, Hafnarstræti 91, 3. hæð
Grímsey               24. apríl kl. 14-16                           Félagsheimilinu Múla
Kópasker             27.  apríl 10.30-12                          Skrifstofu Norðurþings
Raufarhöfn           27. apríl kl. 13-15                           Skrifstofu Norðurþings
Þórshöfn              28. apríl  kl. 9-11                             Skrifstofu Langanesbyggðar Þórshöfn
Húsavík               28. apríl kl. 14-16                            Menningarmiðstöð Þingeyinga
Hrísey                  4. maí kl. 10-11.30                          Húsi Hákarla Jörundar
Grenivík               4. maí  kl. 15-16                              Skrifstofu Grýtubakkahrepps
Laugum               5. maí kl. 10.30-12                          Skrifstofu Þingeyjarsveitar
Mývatnssveit       5. maí kl. 13-14                               Skrifstofu Skútustaðahrepps
Dalvík                  6. maí kl. 10-12                                Ráðhúsinu á Dalvík, 3.hæð
Ólafsfjörður         6. maí kl. 13-14                                Bæjarskrifstofu Ólafsfjarðar
Siglufjörður         6. maí kl. 14:30-16                           Bæjarskrifstofu Siglufjarðar
Akureyri              7. maí  kl. 9-16                                Skrifstofu menningarfulltrúa, Hafnarstræti 91, 3. hæð
Viðtalstímar á öðrum tímum eftir samkomulagi.