Uppbygging ljósleiðara í dreifbýli í Fjallabyggð

Tengir hf. á Akureyri og Fjallabyggð hafa gert með sér samning vegna uppbyggingar á ljósleiðara í dreifbýli Fjallabyggðar.

Með samningnum setja Fjallabyggð og Tengir hf. sér það markmið að tryggja íbúum sveitarfélagsins aðgengi að ljósleiðara í dreifbýli í sveitarfélaginu.

Tengir hf. leggur ljósleiðara (stofndreifikerfi) um sveitarfélagið og gefur fasteignaeigendum, þar með talið lögbýlum, kost á tengjast því með heimtaug frá stofnstreng.

Íbúar greiða inntaksgjald heimtauga samkvæmt verðskrá, að upphæð kr. 250.000.- Heimtaugar verða því aðeins lagðar frá stofndreifikerfi Tengis hf. að lögbýlum ef fyrir liggur tengibeiðni og að heimtaugagjald sé greitt. 

Liggi ekki fyrir tengibeiðni verður hafður sá háttur á að skilinn verður eftir svonefndur tengislaki þar sem fyrirhugað er að heimtaug muni tengjast stofndreifikerfi. Þeir íbúar sem ekki sjá sér fært að tengjast heimtaug í þessum fyrsta áfanga mun bjóðast að tengjast síðar eða eftir að framkvæmdum en lokið en hækkar þá tengigjald skv. verðskrá í kr. 343.305.-

Fjallabyggð hefur fengið styrk til verkefnisins að fjárhæð kr. 9.000.000

 

Áfangi 2     Áfangi 1 

Yfirlitsmynd af framkvæmdasvæði. Klikkið á myndir til að stækka