Frá fyrsta fundi ungmennaráðs 2015
Á dögunum var skipað í nýtt Ungmennaráð Fjallabyggðar. Eftirtaldir aðilar voru skipaðir:
Frá Grunnskóla Fjallabyggðar
Tinna Kristjánsdóttir, 10. bekk og Anna Día Baldvinsdóttir 9. bekk.
Til vara Helga Dís Magnúsdóttir, 10. bekk og
Árni Haukur Þorgeirsson 9. bekk.
Frá Menntaskólanum á Tröllaskaga
Haukur Orri Kristjánsson og Óskar Helgi Ingvason.
Til vara Elsa Hrönn Auðunsdóttir og Jón Áki Friðþjófsson.
Frá Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar
Vaka Rán Þórisdóttir.
Til vara Erla Marý Sigurpálsdóttir.
Fyrsti fundur ráðsins var í gær, 26. október. Á fundinum var farið yfir helstu hlutverk og verkefni ráðsins og jafnframt var kosinn formaður og varaformaður.
Haukur Orri Kristjánsson var kosinn formaður og Vaka Rán Þórisdóttir varaformaður.
Starfsmaður ráðsins er Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Ungmennaráð, f.v.: Anna Día, Tinna, Haukur Orri, Óskar Helgi, Vaka og Erla Marý.