Umsóknir um styrki 2016. Umsóknarfrestur 15. október

Herhúsið
Herhúsið

Samkvæmt venju geta íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Fjallabyggð sent bæjarstjórn erindi, tillögur og/eða ábendingar er varðar fjárhagsáætlun næsta árs. Einnig er hægt að senda inn umsóknir um styrki v/ menningar- og frístundamála á starfsárinu 2016  og jafnframt er hægt að óska eftir styrk til greiðslu fasteignaskatts.  Minnt er á að umsóknarfrestur er til og með 15. október.

Erindi, tillögur og/eða ábendingar er varða fjárhagsáætlun 2016.

Þeir íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Fjallabyggð sem vilja koma með erindi, tillögur og/eða ábendingar er varða fjárhagsáætlun 2016 eru hvattir til að senda þær inn til bæjaryfirvalda.

Styrkir eða framlög vegna starfsemi ársins 2016.
Þeir einstaklingar og félagasamtök sem hafa hug á að sækja um styrki eða framlög vegna starfsemi ársins 2016 er bent á að senda inn umsóknir til bæjaryfirvalda.

Umsækjendur eru hvattir til að sækja um rafrænt í gegnum íbúagáttina "Mín Fjallabyggð" sem finna má á heimasíðu Fjallabyggðar. 
Umsóknarfrestur er til 15. október nk.

Skilyrði er að umsókn fylgi m.a. greinargerð sem skýrir verkefnið sem sótt er um styrk til, svo og síðasta skattframtal eða ársreikningur. Áskilinn er réttur til að krefjast fyllri gagna, þyki þess þörf.

Fjallabyggð 30. sept. 2015
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar

Umsóknareyðublað á pdf.