Tvö ný ferðaþjónustufyrirtæki í Fjallabyggð

Merki arcticfreeride.com
Merki arcticfreeride.com

Á síðustu dögum og vikum hafa tvö ný ferðaþjónustufyrirtæki litið dagsins ljós í Fjallabyggð. Annað þeirra, Arcticfreeride, mun bjóða upp á skipulagðar ferðir frá Ólafsfirði og upp á fjallið Múlakollu. Hefur fyrirtækið fjárfest í sérstökum snjóbíl til þessara ferða. Í boði verða útsýnisferðir, skíða- og snjóbrettaferðir auk norðurljósaferða. Ferðir munu hefjast í mars. Þórður Guðmundsson í Ólafsfirði er eigandi fyrirtækisins. Heimasíða með öllum helstu upplýsingum fyrir ferðamenn mun opna í vikunni. Slóðin er: www.arcticfreeride.com

Hitt fyrirtækið er Sigló Sea Safari en það mun m.a. bjóða upp á hvalaskoðunar- og , miðnætursólarferðir frá Siglufirði næsta sumar. Daglegar hvalaskoðunarferðir verða í boði frá 1. júní og daglegar miðnætursólarferðir á tímabilinu 7. júní til 5. júlí. Einnig eru sérsniðar ferðir í boði að óskum ferðamanna. Gústaf Daníelsson er eigandi fyrirtækisins. Opnuð hefur verið heimasíða fyrirtækisins og er slóðin www.sigloseasafari.is Fréttasíðan www.siglfirdingur.is birti viðtal við Gústaf um daginn og má lesa það hér.

Merki Siglo Sea Safari