Tiltektardagar í Fjallabyggð

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær að standa fyrir tiltektardögum í Fjallabyggð dagana 26. og 27. júní.
Eru íbúar, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki í Fjallabyggð hvött til að taka til hendinni og fegra sitt nánasta umhverfi, s.s. að tína rusl, planta trjám, og dytta að eignum sínum.
Báða daga verða hreinsunarbílar á ferð í bæjarkjörnunum til að fjarlægja garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðarmörk.
Sorpmóttökustöðvar bæjarfélagsins verða opnar milli kl. 13:00 - 18:00 á föstudaginn og á laugardaginn milli kl. 11:00 - 16:00.
Hreinsunarbílar verða á ferðinni á sama tíma.

Tökum öll höndum saman og gerum bæinn okkar sem snyrtilegastan