Þjóðlagahátíð, dagskrá

Þjóðlagahátíð verður haldin á Siglufirði dagana 6. - 10. júlí nk. Að venju er dagskráin afar fjölbreytt. Auk hinna ýmsu tónleika verða haldin námskeið, m.a. Listin að yrkja vísur, Gítarnámskeið, Kórstjórnarnámskeið og svo sérstakt námskeið fyrir börn á aldrinum 5 - 12 ára. Á því námskeiði verður m.a. tekin fyrir náttúruskoðun, leikir og listsköpun. Tónlist og myndlist. Leikir sem hæfa aldri. Áhersla er á útiveru og listsköpun. Þátttakendur þurfa að mæta klæddir eftir veðri og með nesti. Ef veður er slæmt þá verður námskeiðið flutt inn í hús.
Kennari: Björg Þórsdóttir kennari við Ísaksskóla í Reykjavík.

Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Gunnsteinn Ólafsson.
Allar nánari upplýsingar á http://www.folkmusik.is/