Tendrun jólatrjáa

Kveikt verður á jólatrjám í Fjallabyggð sem hér segir:
Ólafsfjörður: Laugardaginn 28. nóvember, kl. 16:00, við Menningarhúsið Tjarnarborg.
Dagskrá:
- Kirkjukór Ólafsfjarðar syngur
- Ávarp
- Leikskólabörn og barnakór Tónskóla Fjallabyggðar syngja
- Jólasveinar koma í heimsókn.
Sama dag verður markaður í og við Tjarnarborg á milli kl. 13:00 - 16:30. Þeir sem hafa hug á því að fá borð eða panta jólahús vinsamlegast hafi samband við Ástu í síma 853 8020 eða í gegnum netfangið tjarnarborg@fjallabyggd.is

Siglufjörður: Sunnudaginn 29. nóvember, kl. 16:00 á Ráðhústorginu.
Dagskrá:
- Ávarp
- Leikskólabörn syngja
- Jólasveinar koma í heimsókn.

Kaupmannafélag Siglufjarðar býður upp á kakó og piparkökur að lokinni athöfn.
Sama dag verður markaður í Bláa húsinu á Rauðkutorgi milli kl. 13:00 - 16:00. Allar nánari upplýsingar veitir Erla Guðfinnsdóttir í síma 467 1550 eða í gegnum netfangið erlahelga@raudka.is