Sveitarfélagið Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í endurbyggingu sundlaugarsvæðis við Sundlaug Ólafsfjarðar.

Byggja á nýtt 90 m2 tæknirými, tvær hringlaga setlaugar, lendingarlaug fyrir vatnsrennibraut og sporöskjulagaða laug við núverandi vaðlaug, auk tilheyrandi lagnavinnu og frágangs svæðisins. Verkið fellst í uppsteypu tæknirýmis og lauga, lagningu sundlaugarlagna frá nýjum laugum í tæknirými, breytingar á frárennslislögnum , endurnýjun snjóbræðslulagna og lagningu raflagna og lýsingar. Verkið innifelur einnig jarðvinnu fyrir lögnum og laugum, byggingu skjólgirðingar, timbursólpalls auk hellulagnar.

Jarðvinna vegna tæknirýmis  var boðin út sérstaklega.
Sundlaugarbúnaður í tæknirými, vatnsrennibraut, flísalagnir og málun eru ekki innifalin í útboðinu.
Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 31. mars 2010

Helstu magntölur eru:

  •           Gröftur                 700 m3
  •           Fylling                  700 m3
  •           Mót                      800 m2
  •           Steinsteypa           140 m3
  •           Trégirðning             60 m2
  •           Hellulögn              130 m2
Útboðsgögnin verða afhent á bæjarskrifstofunum á Siglufirði og Ólafsfirði, föstudaginn 4. september 2009.
Tilboð verða opnuð á sömu stöðum þriðjudaginn 15. september 2009 klukkan 11:00.