Svæðisfundur Arctic Coast Way í Fjallabyggð

Hefur þú áhuga á að taka þátt í að móta nýtt og spennandi verkefni á Norðurlandi? Svæðisfundur fyrir Fjallabyggð verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar 30. nóvember nk., kl. 17-18:30. Markmið fundarins er að draga fram það besta sem svæðið hefur upp á að bjóða í fjórum flokkum:

  • Besta gönguleiðin
  • Besta ströndin
  • Besti staðurinn til að horfa á miðnætursólina
  • Besti staðurinn til að fylgjast með norðurljósum

Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á svæðinu og vilja taka þátt í að móta þetta flotta verkefni.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að senda póst á lindalea@fjallabyggd.is eða nota skráningarformið hér fyrir neðan.

Arctic Coast Way eða Norðurstrandarleið er nýtt og spennandi verkefni sem á að draga athygli ferðamanna að strandlengjunni meðfram Norðurlandi. Verkefni snýst um að búa til svokallaðan ferðamannaveg. Slíkir vegir eru þekktir í ferðaþjónustu á heimsvísu, sem verkfæri til að beina ferðamönnum eftir ákveðnum vegum á ákveðin svæði. Markaðsstofa Norðurlands heldur utan um verkefnið og verkefnastjóri er Christiane Stadler. Auk Markaðsstofunnar er sérstakur stýrihópur starfandi fyrir verkefnið. Í honum eru nú 17 manns sem koma frá öllu því svæði sem Arctic Coast Way nær til allt frá Hvammstanga til Bakkafjarðar.

Skráðu þig til leiks.

Allar nánari upplýsingar um fundinn veitir Linda Lea í síma 464-9117 eða í pósti á lindalea@fjallabyggd.is