Styrkir úr bæjarsjóði vegna 2019

Fjallabyggð veitir ár hvert félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur, forgangsröðun og fjárhagsáætlun bæjarstjórnar.

Auglýst er eftir styrkumsóknum að hausti ár hvert og er styrkjum úthlutað í upphafi næst komandi árs.

Úthlutaðir styrkir til menningarmála fyrir árið 2019 námu kr. 8.450.000, styrkir til frístundamála kr. 6.314.000 og styrkir vegna ýmissa mála kr. 2.525.000 kr. Þá veitir Fjallabyggð árlega aðra styrki s.s. í formi frístundaávísana, afnota af íþróttamiðstöðvum og til ÚÍF vegna barna- og unglingastarfs. Heildarupphæð þessara styrkja fyrir árið 2019 nemur kr. 39.247.200.

Fjallabyggð gerir einnig samstarfssamninga um rekstur íþróttasvæða við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, Golfklúbb Fjallabyggðar og Skíðafélag Ólafsfjarðar. Auk þess að leggja til fjármagn vegna reksturs skíðasvæðisins í Skarðsdal. Samtals eru 46.839.926 kr. áætlaðar á fjárhagsárinu 2019 vegna áðurnefndra samstarfssamninga.

Heildarupphæð styrkja úr bæjarsjóði vegna ársins 2019 er samtals kr. 103.580.156.-

Styrkveitingar Fjallabyggðar, heildarlisti (pdf)