Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum um styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar.
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra veitir verkefnastyrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.

Þær umsóknir hafa forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða:
• Verkefni sem stuðla að nýtingu auðlinda svæðisins til atvinnusköpunar
• Verkefni sem til þess eru fallin að auka fjölbreytni atvinnutækifæra
• Verkefni sem stuðla að samstarfi atvinnulífs, háskóla og þekkingarstofnana
• Verkefni sem efla nýsköpun og atvinnuþróun
Að auki lítur Uppbyggingarsjóður sérstaklega til verkefna sem jafna stöðu kynjanna og
aldurshópa á svæðinu.

Umsóknum skal skilað rafrænt til uppbyggingarsjóðs á netfangið uppbygging@eything.is á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðum Eyþings og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Umsóknarfrestur er til og með 18. mars. Tilkynnt verður um úthlutun í apríl.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér verklagsreglur uppbyggingarsjóðs á www.eything.is eða www.afe.is


Nánari upplýsingar um styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar veitir: Baldvin Valdemarsson • baldvin@afe.is • sími 460 5701 / 864 7344
Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið uppbygging@eything.is