Stendur til að fjarlægja þessi hús og drasl?

Þessi mannvirki verða fjarlægð nú í sumar
Þessi mannvirki verða fjarlægð nú í sumar

Á dögunum barst fyrirspurn á Facebókarsíðu Fjallabyggðar þess efnis hvenær steypustöðin í Ólafsfirði, sem notuð var við gerð Héðinsfjarðarganga, og skemma sem þar stendur verði fjarlægt en lengi hefur staðið til að fjarlægja þessi mannvirki.
Orðrétt; "Nú langar mig að vita, stendur til að fjarlægja þessi hús og drasl, eða á þetta áfram að vera það sem tekur á móti fólki, þegar það ekur inn í okkar annars mjög svo fallega fjörð? Á hvers vegum er þetta? Og stendur til að fjarlægja þetta?"

Þessu er til að svara að skemman verður tekin niður núna í júní og steypustöðin strax í framhaldi.