14.08.2006
Frétt á heimasíðu K.S. "Nú er vel heppnuðu Pæjumóti lokið og árangur K.S. stelpna var ágætur. Hæst ber auðvitað glæsilegur árangur 6. flokks A, en stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína í mótinu og þar með gullið í sínum flokki. 4. flokkur B fékk silfurverðlaun og því átti K.S. tvö lið á verðlaunapöllunum í dag. Hinum K.S. liðunum gekk flestum vel og það fer ekki á milli mála að það er mikil gróska í stelpnaboltanum hjá okkur um þessar mundir."Á heimasíðunni eru kærar kveðjur frá mótshöldurum."Þakkir vegna PæjumótsMótsstjórn Pæjumóts og stjórn K.S. þakka kærlega öllum þeim fjölmörgu einstaklingum og fyrirtækjum sem komu að Pæjumótinu á einn eða annan hátt fyrir þeirra hlut. Án góðrar aðstoðar bæjabúa og styrktaraðila væri ekki hægt að halda svo glæsilegt mót. Þá er og ástæða til að þakka gestum okkar þátttökuna og góða umgengni um helgina"