Sólarsöngvar

Sungið á tröppum Siglufjaðarkirkju
Sungið á tröppum Siglufjaðarkirkju

Fyrsti sólardagur ársins á Siglufirði var í gær. Samkvæmt hefð sungu grunnskólabörn á tröppum Siglufjarðarkirkju sólinni til heiðurs.
Veðrið ber ekki með sér að fyrsti sólardagurinn hafi verið í gær því það kyngdi niður snjó. En börning sungu með bros á vör og létu ekki sólarleysið hafa áhrif á sönginn.
RÚV var á svæðinu og kvikmyndaði söng barnanna og verður spennandi að sjá hvort ljúfir tónar þeirra rati í fréttir RUV á næstu dögum.

Sólardagur
Töluvert af fólki kom og hlýddi á sólarsöngva grunnskólabarnanna.
RÚV á staðnum.