Skráning hafin í Frístund á vorönn 2020

Áfram verður nemendum í 1.-4. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar gefinn kostur á frístundarstarfi strax að loknum skólatíma kl. 13:35 - 14:35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundarstarfið hálfan vetur í einu. Í undanteknum tilvikum, ef gild ástæða er til, er hægt að endurskoða skráningu 25.-27. hvers mánaðar og tæki breytingin þá gildi um næstu mánaðarmót á eftir.

Á vorönninni er boðið upp á íþróttaæfingar hjá Ungmennafélaginu Glóa, Blakfélagi Fjallabyggðar, Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar og Tennis- og badmintonfélagi Siglufjarðar. Þeir sem velja íþróttaæfingar greiða æfingargjöld til íþróttafélaga. Tónistarskólinn á Tröllaskaga býður upp á kórstarf og Ukulelesveit og er það endurgjaldslaust fyrir nemendur. Önnur gjaldfrjáls viðfangefni í Frístund eru sund, hringekja (ýmis viðfangsefni) og jazzdansskóli sem er nýjung á vorönn. Þá geta nemendur nýtt þennan tíma í tónlistarnám séu þeir nemendur í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga.

Skráning í Frístund er rafræn og hafa foreldrar nemenda í 1-4.bekk fengið sendar nánari upplýsingar og vefslóð inn á skráningarform.

Þeir foreldrar sem ætla að nýta lengda viðveru fyrir börn sín eru beðin um að skrá þau með sama hætti og í Frístund.

Síðasti skráningardagur er þriðjudaginn 17. desember. Mjög mikilvægt er að skráningu sé lokið þá svo skipulag og hópaskipting sé klár áður en jólaleyfi hefst. Frístund hefst 3. janúar, fyrsta skóladag að loknu jólaleyfi.

Ef foreldrar lenda í vandræðum með skráningu má hafa samband við Hólmfríði skólaritara í síma 464 9150 eða gegnum netfangið ritari@fjallaskolar.is

Einnig veita Erla Gunnlaugsdóttir erlag@fjallaskolar.is skólastjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála rikey@fjallabyggd.is  upplýsingar ef þörf er á.

Kynning á viðfangsefnum (pdf.)  Val um viðfagsefni vorönn 2020