Þátttakendur í hæfileikakeppninni.
Í gær stóð Grunnskóli Fjallabyggðar fyrir hæfileikakeppni fyrir nemendur í 1. - 6. bekk. Keppnin fór fram í Tjarnarborg. Alls
tóku þátt rúmlega 30 nemendur í 22 atriðum.
Atriðin voru fjölbreytt; söngur, upplestur, hljóðfæraleikur, fimleikaatriði og brandarar voru
sagðir.
Ljóst er að allir þátttakendur geta verið stoltir af sínu atriði enda þarf töluvert hugrekki til að koma fram fyrir fullum sal af
fólki.
Veitt voru verðlaun fyrir einstaklingsatriði og einnig hópatriði. Dómnefndin, sem var skipuðu þeim Guðmundi Ólafssyni, Lisebet Hauksdóttur og
Jónbjörgu Þórhallsdóttur, komust að endingu að sameiginlegri niðurstöðu og hlutu eftirtalin atriði viðurkenningu.
Hópatriði: Sigrún, Víkingur og Sunna fyrir flutning sinn á laginu "Nú kemur vorið" og Sylvía, Sandra, Kolbrún og Sigríður
fyrir flutning á laginu "Dansaðu vindur".
Einstaklingsatriði: Sæunn Axelsdóttir, 6.bekk, fyrir flutning á laginu "Mamma þarf að djamma", en Sæunn bæði söng og spilaði á
fiðlu. Ronja Helgadóttir 4.bekk fékk viðurkenningu fyrir söng sinn á laginu "Heyr mína bæn". Hörður Ingi fékk viðurkenningu fyrir
glæsilegan píanóleik og Líney Lára í 4.bekk fékk viðurkenningu fyrir glæsilegt fimleikaatriði.
Allir þátttakendur fengu svo rós fyrir frammistöðu sína á þessum viðburði.
Hæfileikar grunnskólabarna í Fjallabyggð eru fjölbreyttir og verður gaman að fylgjast með þessum snillingum í framtíðinni.
Það voru kennarar tónskólans, þau Magnús Ólafsson, Þorsteinn Sveinsson og Ave Tonisson sem aðstoðuðu við undirleik í flestum
tónlistaratriðum. Guðrún Unnsteinsdóttir deildastjóri yngsta stigs sá svo um að stýra samkomunni.
Þessir nemendur hlutu viðurkenning fyrir einstaklingsatriði,
f.v.: Sæunn, Ronja, Líney og Hörður.
Sigurvegarar hópatriða.
Þessar urðu í öðru sæti í hópakeppninni.
Dómnefndin á sviði.
Kennarar Tónskóla Fjallabyggðar léku undir. Ave, Þorsteinn og Magnús.