Skammdegishátíð, dagskrá 13. og 14. febrúar

Þá er komið að þriðju dagskrárhelgi á Skammdegishátiðinni. Um næstu helgi verður ýmislegt um að vera. Má nefna sýningar í Listhúsinu, Náttúrugripasafninu, Kaffi Klöru og í skíðaskálanum Tindaöxl. Einnig verður einn listamaður með sýningu í Mjólkurbúðinni Akureyri.
Þrír Ólafsfirðingar opna svo hús sín og bjóða gestum upp á leiðsögn um húsakynni sín og þá sérstaklega skoðun á listaverkum í eigu þeirra. Einnig verður leiðsögn um Pálshús.
Lára Stefánsdóttir Mararbyggð 49 verður með opið hús milli kl. 14:00 - 14:20
Ásgeir Logi Ásgeirsson Hlíðarvegi 38 verður með opið hús milli kl. 15:00 og 15:20
Ida Semey Brimnesvegi 14 verður með opið hús milli kl. 15:30 og 15:50
Opið verður í Pálshúsi kl. 16:00
Nánari upplýsingar á www.skammdegifestival.com

Skammdegishátíð - dagskrá 13. - 14. febrúar

Skammdegishátíð - dagskrá 13. - 14. febrúar