Siglufjarðarhöfn í 5. sæti yfir landaðan botnfiskafla 2013

Fiskistofa hefur gefið út lista yfir þær hafnir þar sem mestum botnfiskafla var landað á árinu 2013. Samkvæmt venju er Reykjavíkurhöfn sú höfn þar sem mestum botnfiski er landað. 
Siglufjarðarhöfn er í fimmta sæti með 24.054 tonn og stendur í stað miðað við árið 2012. Í Ólafsfirði var landað 1.490 tonnum af botnfiski þannig að samtals var landað 25.544 tonnum af botnfiski í Fjallabyggð á árinu 2013.
Hér má sjá þróun á löndun botnfisks í Fjallabyggð frá árinu 2010.

  2010   2011 2012   2013
 Siglufjörður  7.708 t.  11.346 t. 17.206 t.   24.054 t.
 Ólafsfjörður  8.450 t.  6.083 t.  2.108 t.  1.490 t.
 Samtals:  16.157 t.  17.429 t.  19.314 t.  25.544 t.