Siglufjörður í samstarfi um gerð gönguleiðakorta/útivistarkorta

Ferðamálaráð Íslands úthlutaði á dögunum styrkjum til ýmissa málaefna á sviði umhverfismála. Siglufjörður, Ólafsfjörður og Háskólinn á Hólum fengu samtals úthlutað einni og hálfri milljón til gerðar gönguleiðarkorta/útivistarkorta.Þessir aðilar munum vinna sameiginlega að gerð eins korts fyrir svæðið á Tröllaskaga. Markmiðið með þessari vinnu er að auka möguleika ferða- og útivistarfólks á að nýta sér Tröllaskagann sem ákjósanlegan stað til útivistar.