Siglfirðingur ársins 2005 var kjörinn af Siglfirðingum sem hringdu á skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar sl. miðvikudag þar sem Lionsmenn tóku við uppástungum um tilnefningu. Þetta var sameiginlegt átak Kaupmannafélags Siglufjarðar, bæjarstjórnar Siglufjarðar og Lionsmanna. Úrslit lágu fljótlega fyrir eftir að símum var lokað í fyrrakvöld og seinni partinn í gær, í upphafi bæjarstjórnarfundar, var viðurkenningin formlega kynnt. Fyrir valinu var Steingrímur Kristinsson sem stýrir frétta og upplýsingasíðunni "Lífið á Sigló" og er hann vel að kjörinu kominn.Við óskum Steingrími til hamingju með kjörið og óskum honum alls hins besta um ókomin ár.Á myndinni eru frá vinstri,Jón Ásgeir Ásgeirsson, Lionsmeðlimur, Elín Þór Björnsdóttir fulltrúi Kaupmannafélags, Runólfur Birgisson bæjarstjóri, Steingrímur Kristinsson Siglfirðingur ársins 2005, Freyr Sigurðsson fulltrúi Kaupmannasamtaka og Erlingur Sigurðsson Lionsmeðlimur.