Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands verður haldið fimmtudaginn 19. nóvember 2015 í Hofi á Akureyri. Samgöngur eru forsenda fyrir uppbyggingu og vexti ferðaþjónustu á Norðurlandi og grunnurinn að því að markmið um dreifingu ferðamanna náist.
Á samgönguþingi MN verður fjallað um samgöngur í víðu samhengi, á landi og flugsamgöngur. Fjölgun ferðamanna hefur verið hröð undanfarin ár sem hefur skapað mikil tækifæri. Aukinn fjöldi ferðamanna að sumri og vetri kallar á nýjar áherslur í samgöngumálum. Við hvetjum alla sem tengjast ferðaþjónustunni að mæta og ræða þau brýnu málefni sem verða tekin fyrir á fundinum.

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands
Vegir, flug og ferðaþjónusta
Hofi Akureyri, fimmtudaginn 19. nóvember 2015
Dagskrá hefst kl. 13:30

Setning samgönguþings MN - Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri

Erindi - Birna Lárusdóttir formaður samgönguráðs

Áherslur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi - Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri MN og flugklasans Air66N

Flugrúta sem nær lengra - Þórir Garðarsson stjórnarformaður og eigandi Gray Line Iceland

Vegasamgöngur og ferðaþjónusta til framtíðar - Hreinn Haraldsson vegamálastjóri

Pallborðsumræður

15:00 – 15:30 Kaffihlé

Innanlandsflug – lífæð almenningssamgangna - Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia

Akureyri International Airport - Hjördís Þórhallsdóttir umdæmisstjóri Isavia á Norðurlandi

Samskipti við flugrekstraraðila - Ingvar Örn Ingvarsson verkefnastjóri hjá Íslandsstofu

Icelandair, þróun og stefna - Helgi Már Björgvinsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair

Pallborðsumræður

17:00 Þingslit – Léttar veitingar í boði Akureyrarbæjar

Fundarstjóri: Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands

Skráning á heimasíðu markaðsstofunnar.