07.09.2005
Nokkuð hefur vafist fyrir fólki hvernig sameiningarkosningunum er háttað eða hversu mörg sveitarfélög þarf til að samþykkja sameiningu 9 sveitarfélaga í Eyjafirði.Ef tillaga sameiningarnefndar hlýtur ekki samþykki íbúa í öllum hlutaðeigandi sveitarfélögum, en meirihluti þeirra sem afstöðu taka í atkvæðagreiðslu um sameiningartillögu lýsir sig þó fylgjandi sameiningu, skal greiða atkvæði að nýju innan 6 vikna í sveitarfélögum þar sem tillaga var felld. Skilyrði er að tillagan hafi verið samþykkt í amk tveimur af þeim sveitarfélögum er tillagan náði til.Dæmi: Ef sameining yrði t.d. samþykkt á Akureyri, Grýtubakkahreppi og Siglufirði en felld í öllum hinum sveitarfélögunum þá væri það að líkindum nóg til þess að kjósa yrði aftur innan 6 vikna í þeim sveitarfélögum sem höfnuðu sameiningu.Að lokinni síðari atkvæðagreiðslu er sveitarstjórnum sveitarfélaga þar sem sameiningartillaga var samþykkt heimilt að ákveða sameiningu þeirra sveitarfélaga. Þetta verður þó ekki gert nema tillagan hafi verið samþykkt í a.m.k. 2/3 sveitarfélaganna og að því tilskyldu að í þeim sveitarfélögum búi a.m.k. 2/3 hlutar íbúa á svæðinu.Sameiningarnefnd getur ákveðið að leggja fram nýja tillögu að sameiningu sveitarfélaga ef tillaga nefndarinnar er felld í atkvæðagreiðslu.