Raunlækkun á heitu vatni

Ódýrara heitt vatn til notkunar í sundlauginni
Ódýrara heitt vatn til notkunar í sundlauginni

Á fundi bæjaráðs þann 8. desember sl. var lagt fram svarbréf Rarik, dagsett 30. nóvember 2015, við erindi Fjallabyggðar m.a. um verð á heitu vatni á Siglufirði.  Einnig var lögð fram umsögn bæjarstjóra um málið. Í umsögninni kemur fram að:

- Rarik mun taka þátt í kostnaði vegna vinnu við breytingu á aðalskipulagi og umhverfisskýrslu vegna hitaveitu í Skarðsdal. Áætluð upphæð vegna þessa er ríflega ein mkr.

- Rarik mun veita 20% afslátt á heitu vatni til notkunar í sundlauginni á Siglufirði.

- Rarik mun ekki hækka verð á heitu vatni til húshitunar á Siglufirði á næstu árum sem þýðir að raunlækkun verður á heitu vatni til íbúa Fjallabyggðar á Siglufirði, sem nemur verðbólgu á hverju ári. Yfir 5 ára tímabil gæti þessi raunlækkun numið 12-18%.

Þessi niðurstaða er gleðiefni fyrir íbúa og fyrirtæki á Siglufirði segir í bókun bæjarráðs og er hægt að taka undir það.