Ræsing í Fjallabyggð - Lokahóf

Nýsköpunarmiðstöð í samstarfi við Sveitarfélagið Fjallabyggð og fyrirtæki í sveitarfélaginu, efndu til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í Fjallabyggð undir yfirskriftinni “Ræsing í Fjallabyggð”.  Einstaklingum, hópum og fyrirtækjum var boðið að senda hugmyndir í keppnina. 

Í dag, föstudaginn 16. október, kl. 14:00 verður sigurvegari keppninnar kynntur auk þeirra verkefna sem tóku þátt í Ræsingu í Fjallabyggð. Athöfnin fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg.

Boðið verður upp á kaffi og með því auk ljúfra tóna frá Tónskóla Fjallabyggðar. 

Dagskrá:

14:00 - Ávarp verkefnastjóra, Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Anna Guðný Guðmundsdóttir

14:10 - Ávarp bæjarstjóra Sveitarfélagsins Fjallabyggðar – Gunnar Birgisson

14:15 - Ávarp formanns atvinnumálanefndar – Valur Þór Hilmarsson

14:20 - Kynningar þátttakenda

- Kláfur á Múlakollu – Helgi Jóhannsson

- Earth and Sky – Ármann Viðar Sigurðsson

- The Arctic Boat – Sæunn Tamar Ásgeirsdóttir og Sigtryggur Arnórsson

- Beint frá báti – Vigfús Rúnarsson og Laufey Ingibjörg Lúðvíksdóttir

15:00 - Verðlaunaafhending – formaður dómnefndar: Sigurður Steingrímsson

Allir velkomnir.

Ræsing í Fjallabyggð er styrkt af Sparisjóði Siglufjarðar, Olís hf., Ramma hf., Samkaup-Úrval, Arionbanka, Vélfag og Sigló Hótel.