Pia Rakel Sverrisdóttir opnar sýninguna "Down under - Undir yfirborðinu" í Ráðhússalnum á Siglufirði. Á sýninguni verða blýantsteikigar á pergamentpappír
Sýningaropnun föstudaginn 28. júní kl. 15:00-17:00
Sýningin stendur frá 28. júní til 7. júlí 2024 frá kl. 13:00-16:00
Pia Rakel Sverrisdóttir
Nú vendi ég mínu kvæði í kross! Mestalla starfsævina sem glerlistakona í Danmörku, hafa verk mín einkennst af sandblásnum motífum á gluggagler. Sídustu ár með Covid og veikindum hafa fært mig aftur til æskunnar. Blýantur og pappír, hvernig vinn eða vann ég úr því efni áður fyrr og ekki að nefna tíma minn, með manifold og pergamentpappír á Arkitektaskólanum í Kaupmannahöfn, Hringrás! Ég get nefnt aðra hringrás. Sem barn var ég send á sumrin til fósturforeldra minna á Sigló og á ég dýrmætar æskuminningar þaðan. Eftir að síldin fór ca. 1967 flutti fólkið burt. Eftir 50 ára fjarveru kom ég aftur! Og nú hef ég komið mér upp vinnustofu og heimili að Eyrargötu 27a á Siglufirði.
Sjá www. ARCTICGLASS.dk
PIA RAKEL SVERRISDÓTTIR --- „DOWN UNDER - UNDIR YFIRBORÐINU“