Opnun tilboða í viðbyggingu skólahúsnæðis.

Líkan af nýrri viðbyggingu. Eyrargata séð til austurs.
Líkan af nýrri viðbyggingu. Eyrargata séð til austurs.
Í dag voru opnuð tilboð í viðbyggingu vegna stækkunar á grunnskólanum við Norðurgötu á Siglufirði.  Þrjú tilboð bárust í verkið.  Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 148.590.482 kr.
Eftirtaldir aðilar sendu inn tilboð:
Eykt ehf: 198.747.675 kr. (133,8%)
Tréverk ehf: 146.217.633 kr. (98,4%)
BB Byggingar ehf: 167.198.275 kr. (112,5%)

Tilboðin verða tekin fyrir á næsta fundi bæjarráðs þann 21. janúar n.k.

Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar og
Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri við opnun tilboðanna í dag.