Miðbær Siglufjarðar
Í dag, föstudaginn 6. júní, verður haldinn opinn fundur á Rauðku, kl. 17:00. Á fundinum er til umræðu; staða verkefna
samkvæmt samningi milli Rauðku ehf. og Fjallabyggðar frá 28. apríl 2012.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
- Inngangur: Valtýr Sigurðsson
- Miðbær Siglufjarðar og Tanginn: Edwin Roald
- Bygging golfvallar á Siglufirði: Edwin Roald
- Skíðasvæðið í Skarðsdal: Einar Hrafn Hjálmarsson
- Hvað er framundan: Róbert Guðfinnsson
Einar Hrafn Hjálmarsson hefur nýlega skilað skýrslu um mögulega færslu byrjunarstað skíðasvæðisins. Þá hafa Edwin Roald
og Ármann Viðar Sigurðsson skilað tillögum um landnýtingu: Miðbær Siglufjarðar-Tanginn/uppfylling við innri höfn.“ Höfundar munu gera
grein fyrir þeim hugmyndum sem þar koma fram og svara fyrirspurnum. Skýrslurnar eru aðgengilegar á heimasíðu
www.siglo.is.
Íbúar byggðarlagsins eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og láta í ljós skoðanir sínar á þeim
þýðingarmiklu málum sem eru á dagskrá fundarins.