Byggðasamlag um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra auglýsir eftir þátttakendum í sérstakt þróunar- og tilraunaverkefni um
notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) á þjónustusvæði byggðasamlagsins. Um er að ræða tveggja ára tilraunaverkefni en
gert ráð fyrir að NPA verði lögbundin þjónusta árið 2014.
Boðið er upp á NPA til reynslu til samræmis við framtíðarsýn byggðasamlagsins í þjónustu við fatlað fólk, en
þar er lögð áhersla á að íbúar svæðisins sem þurfa aðstoð í daglegu lífi hafi áhrif á
eigið líf og hafi val um hvernig aðstoð sé háttað. Með því að gera samning um NPA fær notandi greiðslur í stað
þjónustu, velur aðstoðarfólk, er verkstjórnandi, ákveður sjálfur hvað hann vill gera og hvernig aðstoðarfólk nýtist.
Unnið er að gerð reglna um tilraunaverkefnið í samræmi við handbók verkefnisstjórnar um NPA á landsvísu og leiðbeinandi reglur
velferðarráðuneytisins og verða umsóknir afgreiddar þegar þær reglur hafa verið samþykktar og tekið gildi. Þar sem um tilraunaverkefni
er að ræða verður horft til fjölbreytni í vali á þátttakendum í verkefnið.
Í tilraunaverkefninu geta tekið þátt þeir sem eiga lögheimili í Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Sveitarfélaginu Skagafirði,
Akrahreppi, Skagabyggð, Sveitarfélaginu Skagaströnd, Blönduósbæ, Húnavatnshreppi og Húnaþingi vestra og falla undir lög um málefni
fatlaðs fólks, nr. 59/1992 með síðari breytingum, eru á aldrinum 18-66 ára og þurfa daglega aðstoð. Foreldrar fatlaðra barna sem þurfa
daglega aðstoð geta sótt um fyrir hönd barna sinna.
Umsóknarfrestur er til 7. september.
Umsóknir skulu berast til viðkomandi félagsþjónustu en þar er hægt að fá umsóknareyðublöð og allar
nánari upplýsingar.
Félagsþjónusta Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, sími 455 2400
Félags- og skólaþjónusta Austur Húnavatnssýslu, Flúðabakka 2, 540 Blönduósi, sími 455 4100
Fjölskyldu- og þjónustusvið,félagsmál, Ráðhúsið, 550 Sauðárkróki, sími 455 6000
Félagsþjónusta Fjallabyggða, Gránugötu 24, 580 Siglufirði, sími 464 9100
Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsið, 620 Dalvík, sími 460 4900
Ítarefni
Handbók um NPA
Leiðbeinandi reglur velferðarráðuneytisins um NPA
Lög um málefni fatlaðs fólks með síðari breytingum nr. 59/1992
Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr.88/2011
Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu 1054/2010