Tjarnarborg. Mynd: Gísli Kristinsson
Á undanförnum dögum hefur Morgunblaðið heimsótt sveitarfélög vítt og breitt um landið og birtir fréttir sem geta talist á jákvæðum og skemmtilegum nótum frá viðkomandi bæjarfélagi. Yfirskrift umfjöllunar er "Á ferð um Ísland 2015".
Í dag er umfjöllun um Fjallabyggð og er komið víða við. Viðtal er við Gunnar I. Birgisson bæjarstjóra. Fjallað er um væntanlega Hreyfiviku og rætt við Brynju I. Hafsteinsdóttur starfsmann UÍF í því sambandi. Sagt er frá því að íbúar í Ólafsfirði vilji sjá kvikmyndasýningar í Tjarnarborg og rætt við Skúla Pálsson og Ástu Sigurfinnsdóttur umsjónarmann hússins vegna þessa. Fjallað er um Héðinsfjarðargöngin og sagt frá því að þau hafi sannað gildi sitt. Rætt er við Anitu Elefsen rekstarstjóra Síldarminjasafnsins sem segir frá því að væntanlega verði aðsóknarmet að safninu slegið á þessu ári. Að lokum er svo viðtal við Aldísi Ólöfu Júlíusdóttur, búsetta á Siglufirði, sem hannar barnaföt undir merkinu Aldís design og eru fötin seld undir heitinu Krílaklæði.
Nú er um að gera fyrir þá sem eru ekki áskrifendur að annað hvort að kaupa blaðið eða skella sér á bókasafnið og flétta blaðinu.