Í apríl var framkvæmd könnun á meðal foreldra barna í Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskólanum í
Dalvík. Spurt var m.a. um tónlistarnám barnanna, hvort þau æfi sig heima, hvort foreldrar
aðstoði við æfingar,
ánægju foreldra með starfsemi skólanna, kennara o.fl. Alls voru 56 foreldrar sem tóku þátt í Fjallabyggð og 54 í
Dalvíkurbyggð.
Búið er að birta niðurstöður könnunnarinnar á heimasíðu tónskólans. Fyrir Fjallabyggð kemur meðal annars fram að
tæp 90% foreldra eru mjög ánægð eða frekar ánægð með tónlistarkennsluna og yfirgnæfandi meirihluti mjög ánægður
eða frekar ánægður með kennara skólans og sama á við um stjórnendur. Rúmlega 88% foreldra finnst að kröfur sem gerðar eru
til barnanna í tónlistarnáminu séu hæfilegar. 88% foreldra hefur ekki kynnt sér skólanámskrá skólans. Spurt var um hvort foreldrar
væru sátt við samrekstur á Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkur. Í Fjallabyggð svöruðu 62,79% foreldra
að þau væru sammála og 34,88% voru frekar sammála. Í Dalvíkurbyggð voru 58,14% foreldra sammála og 34,88% frekar sammála.
Niðurstöður í heild sinni mál nálgast
hér á heimasíðu Tónskóla Fjallabyggðar.