Lítið atvinnuleysi í Fjallabyggð

Á fundi markaðs- og menningarnefndar þann 3. febrúar voru lagðar fram upplýsingar um atvinnuleysistölur í Fjallabyggð á árinu 2013.
Í lok árs voru 39 á atvinnuleysisskrá, 24 karlar og 15 konur. Það gerir 1,94% af íbúafjölda.  Fæstir voru atvinnulausir í júní eða 23. Í lok árs 2012 voru 44 á atvinnuleysisskrá, þar af 25 karlar og 19 konur eða 2.16% af íbúafjölda í desember 2012.

   Lok árs 2012 Lok árs 2013 
 Karlar  25  24
 Konur 19 15
 Samtals  44  39
Íbúafjöldi  2.035  2.012
 Hlutfall  2.16%  1,94%
Atvinnuleysistölur í Fjallabyggð 2012 og 2013.
Heimild: VMST.