List án landamæra
List án landamæra er síbreytileg og lifandi hátíð þar sem fatlaðir og ófatlaðir mætast og vinna saman í list sinni.
Markmið Listar án landamæra er að auka aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu. Að koma list fólks með fötlun
á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur,
bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni og hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum. Það er von
aðstandenda hátíðarinnar að sem flestir komi og njóti þess sem um er að vera.
Iðjan á Siglufirði tekur þátt í List án landamæra og verður Opið hús í Iðjunni, Aðalgötu 7. fimmtudaginn 8.
maí og föstudaginn 9. maí milli kl. 09:00 - 17:00. Handverkssýning, tónlist og ljóðalestur.
Af öðrum dagskrárliðum Listar án landamæra á Norðurlandi má nefna:
Á Húsavík verður opið hús, vormarkaður og kaffihúsastemning í Miðjunni laugardaginn 17. maí kl. 14–16. Í
Samkomuhúsinu á Húsavík verða þrjár sýningar sunnudaginn 18. maí á Stuttmyndinni X kl. 13, 15 og 17. Þetta er hetjustuttmynd
byggð á Þrymskviðu og hinum japönsku sentai ofurhetjum en myndin er unnin í samstarfi við Sam og Marinu Rees.
Vorfánar og alls konar myndir munu dagana 9.–23. maí prýða verslunina Eymundsson á Akureyri. Það eru verk eftir notendendur í
Skógarlundi sem mynda sýninguna en hún er opin á opnunartíma verslunarinnar.
Garðurinn blómstar í Skógarlundi fimmtudaginn 15. maí og föstudaginn 16. maí kl. 9-11 og 13–15.30. Þá er gestum og gangandi
boðið að koma í heimsókn. Í garðinum verða sýnd verk notenda sem eru unnin undir handleiðslu myndlistarkonunnar Aðalheiðar S.
Eysteinsdóttur og starfsmannafélag Skógarlunds mun selja veitingar.