Leikfélag Fjallabyggðar bæjarlistamaður (hópur) Fjallabyggðar 2014

Á fundi markaðs- og menningarnefndar þann 9. janúar var farið yfir ábendingar sem borist höfðu nefndinni vegna bæjarlistamanns Fjallabyggðar en auglýst var eftir þeim fyrir jól. 
 Samkvæmt 1.grein reglna um tilnefningu til bæjarlistamanns Fjallabyggðar getur nafnbótin Bæjarlistamaður Fjallabyggðar hlotnast einstaklingum eða hópi. Samþykkt var að tilnefna Leikfélag Fjallabyggðar bæjarlistamann (hóp) Fjallabyggðar fyrir árið 2014.  
Í rökstuðningi koma eftirfarandi fram;
"Leikfélagið sýndi okkur á síðasta ári hvers við erum megnug þegar við störfum saman í sátt og samlyndi og er okkur, bæjarbúum Fjallabyggðar, til fyrirmyndar hvað varðar góða og árangursríka samvinnu. Sameining Leikfélags Ólafsfjarðar og Leikfélags Siglufjarðar var vel heppnuð og úr varð sterkara og fjölmennara leikfélag sem skilaði af sér góðu verki á síðasta ári. Sýningin "Stöngin inn" var valin sú áhugaverðasta hjá áhugamannaleikfélagi á landinu og var leikfélaginu boðið að setja sýninguna upp í Þjóðleikhúsinu."
 
Jafnframt ákvað nefndin að samhliða formlegri athöfn á útnefningu bæjarlistamanns Fjallabyggðar, verði formleg úthlutun menningarstyrkja sveitarfélagsins 2014.


Frá uppsetningu Leikfélags Fjallabyggðar á verkinu Stöngin inn.