Menningarráð Eyþings stendur fyrir svokölluðu Leiðarþingi þar sem menningarmál á svæði Eyþings eru til umræðu.
Þingið verður haldið í Hlíðarbæ Hörgársveit laugardaginn 7. nóvember kl. 11:00 - 15:30
Er ný Sóknaráætlun Norðurlands eystra tækfæri fyrir sókn í menningarmálum?
Er Norðurland eystra leiðandi í menningu, listum og skapandi greinum?
Vilt þú taka þátt í skapandi verkefnum á Norðurlandi eystra?
Dagskrá:
- Sókn til framtíðar
Logi Már Einarsson formaður Eyþings
- Eyþing, heimurinn og Ísland
Dr. Ágúst Einarsson prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst.
Matarhlé
- Menningartengt fræðastarf á Norðurlandi eystra: möguleikar og framtíðardraumar
Ásta Kristín Benediktsdóttir íslenskufræðingur og doktorsnemi í bókmenntum
- Þar sem allt getur gerst, ef við viljum
Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri
- Hraðstefnumót hugmynda og vinnustofa
Stjórnandi: Sif Jóhannesdóttir
Þinglok áætluð kl. 15.30
Þingstjóri: Arnór Benónýsson formaður Menningarráðs Eyþings
Leiðarþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu en skráning fer fram á heimasíðu Menningarráðs Eyþings
Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings sími 464 9935 eða á netfanginu menning@eything.is
Dagskrá á pdf.