Landnemaskólinn

Nú í vetur munu Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, SÍMEY og sveitarfélagið Fjallabyggð bjóða upp á Landnemaskólann í Fjallabyggð. Um er að ræða 80 klukkustunda, fjölþætt og öflugt námstilboð fyrir fólk af erlendum uppruna. Námið hefst 23. nóv. 2015 og stendur til 12. mars 2016. Kennsla fer fram á mánudögum og miðvikudögum kl. 15:00 – 18:00 , auk þriggja fræðsluferða um helgar.

Markmið námsins er efla íslenskukunnáttu, tölvufærni og þekkingu á íslensku samfélagi.

Í íslenskukennslunni er lögð áhersla á talmál daglegs lífs, lesmál með áherslu á texta í opinberum gögnum og dægurmál líðandi stundar. Í skrifuðu máli er áherslan á textagerð ýmissa opinberra gagna.

Í tölvufræðslunni er annars vegar farið í almenna notkun tölvunnar og helstu forrita hennar og hins vegar að leita uppi og nýta margvíslegar þjónustu- og upplýsingasíður sem koma að gagni í daglegu lífi og starfi.

Í tengslum við námið kynnast nemendur lykilstofnunum samfélagsins með kynningum og heimsóknum. Jafnframt er hugsunin að nemendur kynni eigin vinnustaði sem lið í fræðslu um það samfélag þeir lifa og starfa í.

Starfsmaður í þínu fyrirtæki/stofnun kann að hafa áhuga á að taka þátt í náminu og gæti námstími skarast að einhverju leyti við vinnutíma viðkomandi. Hér með er þess farið á leit við þig að að fyrirtæki þitt veiti viðkomandi nemanda svigrúm til þátttöku í Landnemaskólanum án þess að laun viðkomandi skerðist. Það er von okkar og vissa að nám af þessu tagi sé fólki af erlendum uppruna til góðs, bæði persónulega og samfélagslega en ekki síst fyrir þau fyrirtæki og stofnanir þar sem viðkomandi starfa.

Verkefnið er styrkt af Fræðslusjóði Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Hlutur hvers nemanda er 23.000 krónur en það má benda starfsfólki á að stéttarfélögin greiða flest um 75% af slíkum námskeiðsgjöldum. Þá geta fyrirtæki líka leitað til fræðslusjóða með niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum ef fyrirtækin myndu vilja greiða fyrir sitt starfsfólk.

Nánari upplýsingar um námið er að finna á: http://www.frae.is/namsskrar/landnemaskolinn/   Þar má einnig finna lýsingu á ensku og pólsku.

Skráning í námið er í síma 460-5720 og á vef SÍMEY