Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengt, 20. október 2012, liggur frammi almenningi til sýnis frá 10. október n.k. fram á kjördag á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar á venjulegum opnunartíma, alla virka daga frá kl.9:30-12:00 og 13:00-15:00.


Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá.


Kjörskrá miðast við skráð lögheimili í sveitarfélagi eins og það er samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, eða 29. september 2012.
Tekið verður á móti athugasemdum við kjörskrá á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar á opnunartíma fram á kjördag.


F.h. bæjarstjórnar Fjallabyggðar
Sigurður Valur Ásbjarnarson
Bæjarstjóri