Jólatréð á Siglufirði
Jólaljósin voru tendruð á jólatrénu á Siglufirði við hátíðlega athöfn í gær 1. desember.
Athöfnin hófst með fallegum söng barnakórs Tónskólans undir stjórn Þorsteinn Sveinsson. Anna Hulda Júlíusdóttir, djáknakandídat flutti hátíðarávarp og börn úr leikskólanum Leikskálum sungu við undirleik Guðmanns Sveinssonar, nokkur skemmtileg jólalög undir traustri stjórn Elínar Bjargar Jónsdóttur og Vibekku Arnardóttur. Guðmundur Júní Skarphéðinsson, 5 ára nemandi leikskólans var svo fenginn til að tendra ljósin á jólatrénu, sem sótt hafði verið í Kjarnaskóg við Akureyri. Að því loknu hengdu börnin kærleikshjörtu á jólatréð en hjörtun eru ljósmynd af andlitum þeirra um 150 barna og fullorðinna sem sótt hafa barnastarf Siglufjarðarkirkju það sem af er vetri.
Af sjálfsögðu komu svo galvaskir og eldhressir jólasveinar þrammandi af fjöllum með fulla poka af mandarínum. Dönsuðu þeir kringum jólatréð með börnum og fullorðnum.
Fjallabyggð þakkar öllum þeim fjölmörgu, stórum og smáum, sem komu að undirbúningi og framkvæmd þessarar hátíðarstundar.
Við sendum bestu jólakveðjur héðan úr Fjallabyggð til þeirra bæjarbúa sem ekki áttu kost á því að vera með okkur.
Gleðilega aðventu- og jólahátíð.
Ávarp Önnu Huldu Júlíusdóttur er aðgengilegt hér
Myndir frá athöfninni eru að finna hér