Jólagjafabæklingur fyrir íbúa Fjallabyggðar

Fjallabyggð hefur gefið út bækling með jólagjafahugmyndum í Fjallabyggð.

 

Ágætu íbúar Fjallabyggðar ég óska ykkur gleðilegrar aðventu.

Eins og við flest vitum erum við að fara í gegnum erfiðari tíma en oft áður. Við eigum því að standa saman og styrkja hvort annað eins og hægt er og tel ég því mikilvægt að við hugum að okkar nærumhverfi á slíkum tímum. Því hefur Fjallabyggð látið gera bækling með jólagjafahugmyndum sem hægt er að nálgast í heimabyggð.

Með því að versla hér heima höldum við vinnu og fjármagni innan sveitarfélagsins.  Við styðjum við atvinnulífið og styrkjum innviði samfélagsins sem og viðhöldum þjónustu í Fjallabyggð. Það er afar mikilvægt að styðja við handverk, verslun og þjónustu í Ólafsfirði og á Siglufirði.

Bæklingnum hefur verið dreift inn á hvert heimili og mun hann einnig liggja frammi á nokkrum stöðum. Einnig er hægt að skoða hann hér.

Jólagjafir gleðja og ekki verra ef þær eru keyptar hér heima.

Njótum aðventunnar og jólanna og hugsum vel um börnin okkar og aldraða.

Jólakveðja
Þórir Kr. Þórisson
bæjarstjóri

Bæklingurinn í PDF