Hrafnhildur Sverrisdóttir sigurvegari í 2. deild
Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót fatlaðra í boccia. Átta keppendur frá Snerpu voru mættir til leiks ásamt þjálfurunum Helgu og Þóreyju. Keppt var í Laugardalshöll og voru aðstæður til keppni mjög góðar. Mjög vel gekk hjá keppendunum og náðu margir að vinna sig upp um deild. Nokkrir náðu að komast í undanúrslit og tveir keppendur náðu verðlaunasæti. Hrafnhildur Sverrisdóttir gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í 2. deild og Kristín Friðriksdóttir varð í 3. sæti í sinni deild.
Lokahóf var svo haldið í Gullhömrum á sunnudagskvöld þar sem dansað var fram eftir kvöldi. Óhætt er að segja að þetta hafi verið frábær ferð og allir komu ánægðir heim.
Kristín Friðriksdóttir varð í 3. sæti í sinni deild
Þátttakendur frá Snerpu á Íslandsmótinu í boccia.
Myndir: Helga Hermannsdóttir