Íbúafundur - Hátíðir í Fjallabyggð

Mynd: Frá Blúshátíð 2014
Mynd: Frá Blúshátíð 2014

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar boðar til íbúafundar fimmtudaginn 4. febrúar kl. 18:00 til að ræða stöðu hátíðarhalda í bæjarfélaginu. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði.  Ef þú íbúi góður vilt fá svar við eftirtöldum spurningum þá er vert að mæta.

Er Síldarævintýrið að líða undir lok?
Nær Blúshátíðin fyrri hæðum?
Eru of margar hátíðir í Fjallabyggð?
Fyrir hverja eru þessar hátíðir?
Er hægt að sameina eitthvað af þessum hátíðum?

Dagskrá:
- Sjónarhorn framkvæmdaraðila: Anita Elefsen frá Síldarævintýrinu
- Sjónarhorn þjónustuaðila: Kristján Ásgeirsson frá Hótel Brimnesi
- Sjónarhorn bæjarfélagsins: Kristinn J. Reimarsson, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
- Almennar umræður

Fundarstjóri: Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi.

Allir velkomnir