Hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra

Stjórn Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra ákvað á fundi sínum 23. janúar 2004 að veita Háskólanum á Hólum hvatningarverðlaun ársins 2003. Félagið veitir verðlaunin árlega til fyrirtækja eða stofnana sem skarað hafa fram úr í starfsemi sinni. Verðlaunin eru nú veitt í fimmta sinn. Háskólinn á Hólum þykir sérlega vel að verðlaunum kominn og er þeim óskað áframhaldandi velgengni í uppbyggingu skólans. Afhending verðlaunanna fer fram á Hólum þann 27. febrúar kl. 11:30. Verðlaunagripurinn er listaverk eftir Erlend Magnússon listamann, ásamt verðlaunaskjali. Nánari upplýsingar gefur Baldur Valgeirsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra.