Húsaskilti afhjúpuð á Siglufirði

Klukkan 16:00 í dag, mánudaginn 25. september, afhendir Ytrahúsið–áhugamannafélag sjö “emaleruð” skilti nokkrum húsum að gjöf. Um er að ræða söguleg hús í miðbænum sem hafa notið verulegra endurbóta og viðhalds á undanförnum árum. Með þessu vill félagið endurgjalda að einhverju leyti þann stuðning sem endurreisn Yrtahússins/Söluturnsins hefur fengið á undanförnum árum.

Öllum áhugasömum er boðin þátttaka í stuttri göngu milli húsa þar sem húseigendur afhjúpa skiltin og að því loknu býður Aðalbakarí upp á kaffi í Bakaríinu.

Athöfnin hefst kl. 16:00 við Norska sjómannaheimilið/ Tónlistarskólann.