Mynd af vef
Bigstock Photo
Hunda- og kattahald í Fjallabyggð
Að gefnu tilefni er hundaeigendum í Fjallabyggð bent á að samkvæmt samþykkt um hundahald ber gæslumanni hunds að hirða upp og fjarlægja saur eftir hundinn og farga honum á tryggan hátt.
Í 8. gr. sömu samþykktar kemur líka fram að hundur megi aldrei ganga laus á almannafæri heldur vera í ól og í fylgd með manni, sem hefur fullt vald yfir honum. Heimilt er að hafa hunda lausa innan girðingar á einkalóð, enda sé hún hundaheld og óhindrað aðgengi að aðaldyrum utan hennar.
Hunda- og kattahald í Fjallabyggð er leyfisskilt og því þarf að sækja um leyfi fyrir dýrunum og leggja fram staðfestingu tryggingafélags á ábyrgðartryggingu fyrir dýrið.
Allar upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins www.fjallabyggd.is og í íbúagáttinni er hægt að sækja um leyfi til hunda- og kattahalds.
Dýraeftirlit Fjallabyggðar.
Samþykkt um hundahald í Fjallabyggð Samþykkt um kattahald í Fjallabyggð