HTÍ heimsækir Fjallabyggð

sér útbúin bifreið Heyrnar og talmeinastöð Íslands
sér útbúin bifreið Heyrnar og talmeinastöð Íslands

Í síðustu viku tók Heyrnar- og talmeinastöð Íslands í notkun nýja sérútbúna bifreið, sem verður notuð til reglulegra ferða út á land svo færa megi þjónustu HTÍ nær notendum.
Stöðin heimsækir Norðurland dagana 15. - 18.september nk. og verður á SIGLUFIRÐI (við Heilbrigðisstofnunina) MIÐVIKUDAGINN 16. SEPTEMBER milli kl. 15:00 - 18:00 og í ÓLAFSFIRÐI (v/heilsugæslu) FIMMTUDAGINN 17. SEPTEMBER milli kl. 09:00 - 12:00.

Bifreiðin gerir HTÍ kleift að auka þjónustu heyrnardeildar sinnar við viðskiptavini um land allt. Hún er fullbúin heyrnarmælinga- og þjónustustöð, búin öllum þeim tækjum og verkfærum sem sérfræðingar HTÍ þurfa til greiningar og meðferðar heyrnarmeina. Stefnt er að því að með nettengingum og fjarbúnaði í bílnum geti læknar og heyrnarfræðingar stofnunarinnar jafnvel sinnt skjólstæðingum frá höfuðstöðvum í Reykjavík í framtíðinni.

HTÍ ER MEÐ STARFSSTÖÐ Á AKUREYRI (OPIÐ MIÐVIKUD OG FIMMTUD) OG HEFUR FRÁ ÁRSBYRJUN STARFRÆKT HEYRNARMÓTTÖKU Á SAUÐÁRKRÓKI ANNAN HVERN FÖSTUDAG FRÁ KL 12-16. SÚ ÞJÓNUSTA MUN ÁFRAM VERÐA Í BOÐI.

Nánari upplýsingar veitir Kristján Sverrisson, forstjóri HTÍ – símar 581 3855, 691 3855
Sjá einnig vefsíðuna WWW.HTI.IS