Heimsóknir atvinnumálanefndar

Atvinnumálanefnd ásamt Marteini
Atvinnumálanefnd ásamt Marteini

Atvinnumálanefnd hélt fund í gær. Samkvæmt venju hófst fundurinn á heimsóknum í fyrirtæki í Fjallabyggð. Í gær voru það fyrirtækin Primex ehf. og Segull67 sem voru heimsótt.

Hjá Primex voru það nafnarnir Ólafur Stefánsson fjármálastjóri og Ólafur Björnsson þjónustustjóri sem tóku á móti nefndinni og kynntu starfsemi þess. Ólafur Stefánsson fjármálastjóri PrimexPrimex ehf. er fyrirtæki í sjávarlíftækni; sérhæft í framleiðslu á einstaklega hreinu kítíni og kítósani. Hráefnið er eingöngu skel af ferskri kaldsjávarrækju sem unnin er á Norðurlandi. Um 14 manns vinna hjá Primex og þar af eru 12 í fullu starfi verksmiðju og á skrifstofu fyrirtækisins á Siglufirði. Tveir starfsmenn eru með aðsetur í Reykjavík.
Vörulínur Primex eru fjölbreyttar, svo sem fitubindandi og kólesteróllækkandi efni, hráefni í matvæla- og snyrtivörur sem og aðalefni í plástra og sárabindi og í sáragel fyrir dýr. 
Primex starfar eftir vottuðum kerfum, t.d. ISO 22000, og TÚN, með það að markmiði að samræma kröfur til stjórnunar í öllu matvælaferlinu og tryggja þar með öryggi og stöðugleika í framleiðslunni.
Fram kom hjá þeim félögum að það sem hamlaði frekari stækkun fyrirtækisins væri hráefnisskortur en nú þegar kaupir fyrirtækið alla fáanlega rækjuskel á landinu. Í skoðun er að flytja inn hráefni. Með því móti væri hægt að auka afkastagetu fyrirtækisins töluvert og vinna á vöktum allan sólarhringinn. Það gætt þýtt aukningu um 10 - 12 störf. Á næsta ári er fyrirhugað að flytja skrifstofur fyrirtækisins í sama húsnæði og framleiðslan fer fram í en nú eru þær staðsettar í húsnæði Ramma hf.

 

Heimsókn til Primex

Frá vinstri: Ólafur Björnsson, Ólafur Stefánsson, Valur Hilmarsson, Guðrún Linda Rafnsdóttir, Kolbrún B. Bjarnadóttir og Brynja Hafsteinsdóttir.

Segull67 er nýtt fyrirtæki í Fjallabyggð sem er að hefja framleiðslu á bjór. Þar tók á móti nefndinni Marteinn Haraldsson eigandi fyrirtækisins. Fyrirtækið er
Valur og Marteinnstaðsett í gamla fyrstihúsinu við Vetrarbrautina á Siglufirði. Búið er að koma fyrir bruggkerjum og bruggstöð og er prufu framleiðsla hafin. Eftir er að setja
upp átöppunarlínu. Stefnt er á að fyrsta framleiðsla verði komin á markað fyrir jól. Nú er verið er að innrétta móttökusal og setja upp salernisaðstöðu. Að sögn Marteins er allri pappírsvinnu lokið og beðið er eftir vottun frá Heilbrigðiseftirlitinu. Til að byrja með verður hægt að brugga 1000 lítra í einu. Gerir Marteinn ráð fyrir að ef vel tekst til að verksmiðjan geti skilað af sér 2 - 4 störfum.

 

Segull67
Tæki bjórverksmiðjunar