Frá Ólafsfjarðarhöfn
Dagana 4. og 5. september verður Hafnarsambandsþing haldið í Tjarnarborg. Þingið er haldið í sameiningu sveitarfélaganna Fjallabyggðar og
Dalvíkurbyggðar.
Hafnarsambandsþing hefur æðsta vald í málefnum Hafnarsambands Íslands.
Hlutverk Hafnasambands Íslands er að koma fram gagnvart ríkisvaldinu og öðrum í málum er varða hafnirnar, að efla samstarf hafnanna og að
vinna að öðru leyti að hvers konar sameiginlegum hagsmunamálum þeirra, svo sem samræmingu á reglugerðum og gjaldskrám og með því
að miðla reynslu og upplýsingum. Að þessum verkefnum hefur hafnasambandið unnið allt frá stofnun þess.
Þingið hefst kl. 10:00 á fimmtudaginn með ávarpi Gísla Gíslasonar formanns Hafnarsambands Íslands. Þinginu lýkur svo um kl. 16:00
á föstudaginn.
Dagskrá þingsins má sjá
hér.
Hátt í 100 fulltrúar frá höfnum landsins hafa skráð sig á þingið. Fjallabyggð á tvo fulltrúa og
samþykkti bæjarráð í gær að fulltrúar Fjallabyggðar yrðu formaður hafnarstjórnar og hafnarstjóri.