Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir

50% staða náms- og starfsráðgjafa er laus til umsóknar. Umsækjendur um náms- og starfsráðgjöf þurfa að hafa leyfisbréf menntamálaráðherra skv. lögum 35/2009 til að starfa sem náms- og starfsráðgjafar. Hugsanlegur möguleiki er á 50% starf í Menntaskólanum á Tröllaskaga.

Grunnskóli Fjallabyggðar var stofnaður haustið 2010. Starfstöðvar eru tvær, í Ólafsfirði og á Siglufirði. Skólinn starfar samkvæmt Uppeldi til ábyrgðar og Olweusarstefnu gegn einelti. Þá hefur ART verið innleitt í bekkjarstarf. 
Nánari upplýsingar um skólann má finna á http://grunnskoli.fjallabyggd.is/

Umsóknarfrestur er til 8. ágúst nk. Upplýsingar veitir Jónína Magnúsdóttir skólastjóri í síma 845-0467 eða í gegnum netfangið jonina@fjallaskolar.is